VR fyrir þig

Stéttarfélagið þitt á að vinna fyrir þig

Fáum aukinn kraft í kjaramálin
VR hefur verið að gefa eftir í kjarabaráttunni í samanburði við önnur stéttarfélög.

Þessari þróun þurfum við að snúa við, ekki hvað síst fyrir lægri millitekjuhópana innan VR sem hafa tapað hlutfallslega mestum kaupmætti í samanburði við kaupmáttarþróun lægstu launa.

Eflum þjónustu og stuðning við félagsmenn
VR stenst ekki lengur samanburð við þá þjónustu og þann stuðning sem önnur öflug stéttarfélög eru að veita.. Við þurfum að endurskoða og efla varasjóðinn, sjúkrasjóðinn og fræðslusjóðinn. Orlofsmálin mættu líka batna,

Sem stærsta og öflugasta stéttarfélag landsins á VR að geta gert svo miklu betur fyrir félagsmenn VR.

Eflum VR og fáum kraft í kjaramálin’

%d bloggers like this: