Helga Guðrún í formann VR

SETJUM AUKINN KRAFT Í KJARABARÁTTUNA

BÆTUM ÞJÓNUSTU FÉLAGSINS VIÐ FÉLAGSMENN

NJÓTUM AUKINNA LÍFSGÆÐA

BÚUM Í HAGINN FYRIR FRAMTÍÐINA


BYGGJUM UPP SJÁLFBÆRT OG RÉTTLÁTT SAMFÉLAG

Kæri VR félagi.

Mig langar að þakka fyrir skemmtilega kosningabaráttu. Það hefur verið lærdómsríkt og gefandi að taka þátt í formannskjörinu. Ég hef talað við mikinn fjölda VR félaga síðustu daga og vikur. Það hefur verið frábært að fá þetta tækifæri til að taka spjallið og kynnast ykkur, öllu þessu frábæra fólki í VR. Takk fyrir mig ❤

Nái ég kjöri mun ég beita mér af heilum hug í þína þágu:

• Ég vil efla VR og setja aukinn kraft í kjarabaráttu félagsins.

• 99% félagsmanna eru millitekjufólk og mér finnst afar mikilvægt að VR sé sá öflugi málsvari millitekjufólks sem félaginu er ætlað að vera. Sérstaklega þarf að huga að lægri millitekjuhópum VR sem tapað hafa hlutfallslega mestum kaupmætti.

• Ég vil beita mér fyrir því að bæta þjónustu VR og laga hana að ólíkum þörfum félagsmanna. Við þurfum að skoða varasjóðinn, hvernig hann nýtist félagsmönnum og mögulega greiðsluþátttöku s.s. við gleraugnakaup, tannlæknaþjónustu, sálfræðiþjónustu o.fl. Einnig geta leynst vannýtt tækifæri til betri þjónustu í orlofsmálunum hjá okkur.

• Ég vil beita mér fyrir bættum lífsgæðum með styttingu vinnuvikunnar, samþættingu vinnu og fjölskyldulífs og auka réttindi okkar vegna málefna fjölskyldunnar. Þá mun ég hvergi hlífa mér í baráttunni gegn kynbundna launamuninum.

• Ég vil beita mér fyrir því að VR axli leiðtogahlutverk sitt gagnvart áhrifum 4. iðnbyltingarinnar og loftslagsbreytinga á vinnumarkaði með hagsmuni launafólks að leiðarljósi.

• Ég mun beita mér af alefli fyrir samstöðu launafólks í baráttu okkar fyrir bættum kjörum, auknum kaupmætti og aukinni velferð alls launafólks.

%d bloggers like this: