
Helga Guðrún Jónasdóttir
Vinnumarkaðs- og kjaramál hafa átt hug minn lengi. Hugtök eins og réttlæti og sanngirni, hafa alla tíð haft mikla þýðingu fyrir mig.
Ég hef starfað í markaðskynningarmálum undanfarin 30 ár, sem ráðgjafi, sérfræðingur, markaðs- og upplýsingafulltrúi eða samskiptastjóri. Vinnustaðir eru orðnir nokkrir talsins eða Bændasamtök Íslands, Viðskiptaráð Íslands, Skrifstofa jafnréttismála, Umsjón verkefnastjórnun, BL bílaumboð, Cohn&Wolfe Íslandi, Fjarðabyggð sveitarfélag og nú síðast Samband íslenskra sveitarfélaga. Fyrir hálfu öðru ári langaði mig að snúa blaðinu tímabundið við, fór í nám og hef afgreitt samhliða því í apóteki.
Leiðir minar og VR lágu fyrst saman í kringum síðustu aldamót. Ég var þá ráðgjafi og kom að kynningarstjórn á nýja markaðslaunakerfinu sem verið var að innleiða.
Næst lágu leiðir mínar og félagsins saman þegar ég tók þátt í formannskonsningum árið 2011. Leikar fóru þannig að varð í 2. sæti, sjónarmun á eftir Stefáni Einari Stefánssyni.
Ég gef nú kost á mér öðru sinni, vegna þess að ég er enn þeirrar skoðunar að VR geti og eigi að gera betur. Félagið hefur skilað aðdáunarverðum árangri á mörgum mikilvægum sviðum, s.s. í kjaramálum, jafnrétti kynjanna og húsnæðismálum, svo að dæmi séu nefnd.
Eftir stendur þó að félagið virðist hafa fjarlægst hinn almenna félagsmann og þeirri þróun vil ég breyta. VR er í mínum huga stórt og öflugt félag sem byggir styrk sinn á fjölbreytileika og frábærri þjónustu.
Fjölskyldukonan

Þegar ég segi frá fjöskyldu minni, finnst mér ég vera ein heppnasta kona í heimi. Eiginmaður minn til 26 ára er Kristinn Sigurbergsson, kennari og með honum á ég tvær yndislegar stjúpdætur. Saman eigum við svo þrjú dásamleg börn. Barnabörnin eru orðin þrjú talsins og eru þau öll einfaldlega fullkomin ❤
Áhugamálin

Mér finnst öll útivist alveg frábær og reyni að ganga á hverjum degi. Íslensk náttúra er engu lík og til hennar sæki ég orku, innblástur og hugarró. Áhugamálin eru annars fjölbreytt og spanna allt frá góðum bókum og kvikmyndum að íslenskri hönnun, góðri matgerðarlist og bridds.
Félags- og trúnaðarstörf


Ég hef gegnt ýmsum félags- og trúnaðarstörfum í gegnum tíðina. Lengst af starfaði ég innan Kvenréttindafélags Íslands, síðustu árin sem formaður. Þá var ég um nokkurra ára skeið formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna og varaformaður Almannatengslafélags Íslands. Ég hef átt sæti í stjórn Vottunarstofunar Túns, fyrstu lífrænu vottunarstofu landsins, Samtaka auglýsenda og Landverndar. Einnig hef ég verið virk innan Rauða kross Íslands og starfað í Konukoti. Á árunum 1998-2012 átti ég svo sæti í ýmsum nefndum og ráðum hjá Kópavogsbæ, þar á meðal jafnréttisnefnd, menningar- og listaráði, félagsmálaráði og umferðarnefnd.