Óhagnaðardrifna leiguþversögnin

Nokkuð hefur verið rætt um aðkomu lífeyrissjóða hér á landi að óhagnaðardrifnum leigufélögum nú í aðdraganda formannskosninga í VR, og hefur formaður félagsins lýst sig fylgjandi slíku. Umræðan sem slík er góðra gjalda verð en hafa ber þó í huga í þessu sambandi, að lífeyrissjóðir eru sjálfstæðar fjármálastofnanir sem eiga ekki að þola þrýsting eðaContinue reading “Óhagnaðardrifna leiguþversögnin”

Nokkrar staðreyndir um lífeyrissjóði

Ég hef verið að velta fyrir mér umræðu síðustu daga og vikna um lífeyrissjóðina. Mér virðist sem umræðan sé svolítið samhengislaus, fari dálítið tvist og bast, eins og sagt er. Þó má merkja tvo póla, finnst mér. Á öðrum vængnum virðist því haldið fram að spilling sé að sliga kerfið, spilling sem stórfyrirtækin á ÍslandiContinue reading “Nokkrar staðreyndir um lífeyrissjóði”

Samstaða launafólks rofin

Eins og ég hef verið að benda á, þá eru ýmis dæmi þess að núverandi formanni hafi ekki haldist sérlega vel á forystunni hjá VR. Á það ekki hvað síst við um frammistöðu hans í síðustu kjarasamningum, þegar samstaða verslunarmanna var rofinn í fyrsta sinn í 130 ára sögu VR. Aðdragandinn var sá að formaðurinnContinue reading “Samstaða launafólks rofin”

Takk fyrir frábærar móttökur <3

Ég hef undanfarna daga verið að hringja í VR félaga til að kynna mig og formannsframboðið og hafa móttökur verið alveg frábærar. Flestir sem ég hef talað við eru ánægðir með að fá val í þessum kosningum, enda hefur gustað duglega um formanninn og ekki alltaf af réttum ástæðum. Ég finn að skemmtilegast hlutinn afContinue reading “Takk fyrir frábærar móttökur <3”

Setjum félagsmenn VR í 1. sæti

Stytting vinnuvikunnar er spurning um kjarabætur sem fela í sér aukin lífsgæði launþegum til handa. Sveigjanlegra vinnufyrirkomulag, vinna að heiman og aukin réttindi til að sinna þörfum nánustu fjölskyldu falla einnig undir þessa mikilvægu baráttu um bætt kjör með auknum lífsgæðum. Opinberir starfsmenn virðast, eina ferðina enn, vera skrefinu á undan almenna vinnumarkaðnum með umtalsverðriContinue reading “Setjum félagsmenn VR í 1. sæti”

Setjum kraft í kjarabaráttuna

Frábært hefur verið að fylgjast með 130 ára afmælishátíð VR. Sérstaklega þótti mér gaman að fá tækifæri til að rifja upp kynni af tveimur brautryðjendum félagsins, þeim Guðmundi H. Garðarssyni og Magnúsi L. Sveinssyni. Þessir sómamenn áttu stóran þátt í því að gera VR að því öfluga stéttarfélagi sem það er í dag. Þeir lögðuContinue reading “Setjum kraft í kjarabaráttuna”

Réttlát umskipti

VR hefur í gegnum ASÍ átt aðild að frábæru starfi samtaka launafólks í umhverfis- og loftslagsmálum. Ein af lykilaðgerðum vinnumarkaðarins í þessum mikilvæga málaflokki snýr að réttlátum umskiptum (just transtition) sem snýr að þeim kostnaði sem umskiptin úr ósjálfbæru í sjálfbært samfélag leiðir óhjákvæmilega af sér. Ég fann ágæta skilgreingu hjá BSRB sem ég leyfiContinue reading “Réttlát umskipti”

Vinnumarkaðurinn og heimsmarkmiðin

Margt hefur breyst með Covid. Eðlilega. Heimsfaraldurinn hefur skiljanlega átt alla athygli. Nú, þegar þessi vágestur virðist á undanhaldi, geta önnur brýn mál fengið rými í umræðunni. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru á meðal þeirra mála sem við þurfum að koma aftur í umræðuna. Áttunda markmiðið beinist sérstaklega að vinnumarkaðnum og þeirri verðmætasköpun sem þar ferContinue reading “Vinnumarkaðurinn og heimsmarkmiðin”

Atvinnuframboðstrygging

Afleiðingar heimsfaraldursins hefur heldur betur leitt í ljós ýmsa bresti í velferðarkerfinu. Fátt er svo með öllu illt, gæti einhver sagt. Ekki aðeins eru atvinnuleysisbætur alltof stuttar (staðreynd sem hefur blasið við alltof lengi). Sjálft bótatímabilið sem miðast við 80% af meðallaunum er heldur stutt eða tvö ár. Dragist COVID-ástandið enn frekar á langinn erContinue reading “Atvinnuframboðstrygging”