Óhagnaðardrifna leiguþversögnin

Nokkuð hefur verið rætt um aðkomu lífeyrissjóða hér á landi að óhagnaðardrifnum leigufélögum nú í aðdraganda formannskosninga í VR, og hefur formaður félagsins lýst sig fylgjandi slíku. Umræðan sem slík er góðra gjalda verð en hafa ber þó í huga í þessu sambandi, að lífeyrissjóðir eru sjálfstæðar fjármálastofnanir sem eiga ekki að þola þrýsting eða skuggastjórnun utanaðkomandi aðila, líkt og núverandi formaður VR hefur gert sig uppvísan að.

Góð ávöxtun er forsenda góðra lífeyrisréttinda

Erfitt er að sjá hvernig lífeyrissjóðir eigi að ávaxta fé lífeyrissjóða á sem bestan máta nema með hagnað að markmiði. Sjóðsfélagar hafa mismunandi bakgrunn og ólíka lífsýn. Það eina sem sameinar er framtíðarsýnin um óskertan lífeyri og áhyggjulaust ævikvöld þegar þar að kemur. Innan þessa ramma hljóta lífeyrissjóðir að starfa. Orðaleikir um óhagnaðardrifnar fjárfestingar geta því aldrei orðið annað en pólitískur hráskinnaleikur, og ekki viðeigandi af formanni VR að setja þennan þrýsting á lífeyrissjóði.

Staðreyndir um erlenda lífeyrissjóði

Núverandi formaður VR hefur fullyrt að óhagnaðardrifnar fjárfestingar í leigufélögum tíðkist hjá lífeyrissjóðum víða erlendis. Það hlýtur að vera á misskilningi byggt, þar sem almennt er ekki talið í verkahring lífeyrissjóða að fjármagna óhagnaðardrifna hluta leigumarkaðar. Í því eru allt aðrir aðilar, á allt öðrum forsendum líkt og hér á landi. Hollenskir og danskir lífeyrissjóðir hafa þannig tekið þátt í hagnaðardrifnum leigufélögum um árabil, svo að dæmi sé tekið.

Að stórum hluta má þakka skilvirkni danska leigumarkaðarins fagmannlegum vinnubrögðum lífeyrissjóðanna þar í landi, sem hafa um langt skeið fjármagnað hagnaðardrifin leigufélög í gegnum ýmiss konar samstarfsleiðir. Með þessu móti mynda lífeyrissjóðirnir grundvöll fyrir heilbrigðan leigumarkaði þar í landi. Af þessu getum við margt lært, ekki hvað síst ef forsendur eru til staðar hér á landi fyrir almennan leigumarkað. Margt gæti bent til að svo sé. Þeim gæti vel fari fjölgandi sem sjá sér hag í að vera lausir undan fjárskuldbindingum fasteignakaupa.

Leigufélög góð fjárfesting

Spurningunni um hvort lífeyrirsjóðir eigi að fjárfesta í óhagnaðardrifnum leigufélögum er því auðsvarað, enda þarf ekki að hugsa sig lengi um til að sjá þversögnina sem í spurningunni felst. Hlutverk lífeyrissjóða er að ávaxta iðgjöld sjóðsfélaga og óhagnaðardrifin verkefni eiga illa heima innan þess ramma. Hins vegar getur meira en vel verið að fjárfestingar lífeyrissjóða í leigufélögum eigi rétt á sér, ef um verkefni er að ræða sem fellur að fjárfestinga- og ávöxtunarstefnu viðkomandi lífeyrissjóðs. Það er einfaldlega viðkomandi lífeyrissjóðs að ákveða hvort slík fjárfesting samræmist áherslum og markmiðum hverju sinni.

Published by helgagudrun

:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: