Samstaða launafólks rofin


Eins og ég hef verið að benda á, þá eru ýmis dæmi þess að núverandi formanni hafi ekki haldist sérlega vel á forystunni hjá VR.

Á það ekki hvað síst við um frammistöðu hans í síðustu kjarasamningum, þegar samstaða verslunarmanna var rofinn í fyrsta sinn í 130 ára sögu VR.

Aðdragandinn var sá að formaðurinn ákvað að taka fyrirvaralaust fulltrúa VR út úr kjaraviðræðunum og skildi fulltrúa Landssambands verslunarmanna forviða eftir við samningaborðið.

Og til hvers var samstaða verslunarmanna rofin? Jú, svo að VR gæti myndað bandalag við Eflingu og Verkalýðsfélag Akraness um einhverja allt aðra kröfugerð en verslunarmenn höfðu komið sér saman um í aðdraganda kjaraviðræðnanna.

Þar sem Efling og Verkalýðsfélag Akraness drógu sig þar með einnig úr eigin viðræðum, var samstaðan innan ASÍ jafnframt rofin. Þetta er umhugsunarverð framganga ekki hvað síst í ljósi meira en 100 ára sögu samstöðu og samstarfs innan verkalýðshreyfingarinnar.

Þessi framganga hefur verið harðlega gagnrýnd, ekki hvað síst fyrir þá sök að kröfurnar sem þetta nýja Veflingar-bandlag setti á oddinn snerust ekki um kaup og kjör heldur verðtryggingar- og lífeyrissjóðsmál; flokkspólitísku hugðarefni formannsins.

Meiri hagsmunum var þar með fórnað fyrir minni með ófyrirséðum og óvægnum hætti. Tæplega 40 þúsund félagsmenn VR fengu því lakari samning en hefði náðst, ef VR hefði haldið sig við upphaflega áætlun og staðið sína plikt við samningaborðið – að berjast fyrir bættum launum og betri kjörum allra félagsmanna VR.

Published by helgagudrun

:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: