Setjum kraft í kjarabaráttuna

Frábært hefur verið að fylgjast með 130 ára afmælishátíð VR. Sérstaklega þótti mér gaman að fá tækifæri til að rifja upp kynni af tveimur brautryðjendum félagsins, þeim Guðmundi H. Garðarssyni og Magnúsi L. Sveinssyni. Þessir sómamenn áttu stóran þátt í því að gera VR að því öfluga stéttarfélagi sem það er í dag.

Þeir lögðu grunninn
Undir forystu Guðmundar færði VR út kvíarnar og veitti sístækkandi stétt skrifstofufólks aðild að félaginu, en fram til ársins 1956 var VR sameiginlegt félag verslunareigenda og afgreiðslufólks. VR fékk aðild að ASÍ eftir mikla baráttu og sótti fram af mikilli einurð fyrir bættum kjörum. Magnús L. tók svo baráttuna upp á næsta stig með innleiðingu markaðslaunakerfisins, einu allra mikilvægasta kjarabaráttutæki mikils meirihluta VR-félaga.

Taxtalaun – markaðslaun
Fyrirmynd markaðslaunakerfisins er fengin frá danska vinnumarkaðnum. Helsti kostur þess er að það stuðlar að kjarajöfnun niður eftir tekjustiganum. Þessi áhrif komu mjög fljótlega í ljós, en laun VR-félaga hækkuðu að jafnaði um 19% fyrstu 18 mánuðina eftir innleiðingu launakerfisins. Segja má að þar hafi komið fram með áþreifanlegum hætti hvernig niðurnjörvun launa með töxtum getur beinlínis hamlað því að launafólk nái fram réttlátum launahækkunum.
Þessi árangur hefur, ásamt ófrávíkjanlegri áherslu á góða þjónustu við félagsmenn, skilað sér. Á fyrstu fimm árunum frá innleiðingu fjölgaði félagsmönnum um 25% og ef litið er til dagsins í dag þá hefur félagafjöldinn meira tvöfaldast, farið úr liðlega 16 þúsund í 37 þúsund manns.

Setjum kraft í kjarabaráttuna
Það hefur verið dapurlegt að fylgjast með markaðslaunakerfinu drabbast niður síðustu árin. Sem dæmi um þá neikvæðu þróun má nefna að launakönnunin hefur með einhverju móti staðnað og þarfnast endurskoðunar eigi hún að þjóna þeim mikilvæga tilgangi sínum vel – að bæta launakjör VR félaga. Ungir VR félagar hafa margir hverjir ekki heyrt að markaðslaun minnst og svo mætti lengi telja.

Í Danmörku annast opinberir aðilar gerð launakannana fyrir vinnumarkaðinn, svo að dæmi sé nefnt um framkvæmd þessara mála í nágrannalöndunum.

Hvernig sem á málið er litið, þá er það stórt hagsmunamál fyrir mikinn meirihluta VR félaga að markviss vinna fari af stað og markaðslaunakerfið hafið upp til fyrri vegs.

Published by helgagudrun

:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: