Vinnumarkaðurinn og heimsmarkmiðin

Margt hefur breyst með Covid. Eðlilega. Heimsfaraldurinn hefur skiljanlega átt alla athygli. Nú, þegar þessi vágestur virðist á undanhaldi, geta önnur brýn mál fengið rými í umræðunni.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru á meðal þeirra mála sem við þurfum að koma aftur í umræðuna. Áttunda markmiðið beinist sérstaklega að vinnumarkaðnum og þeirri verðmætasköpun sem þar fer fram.

8. Góð atvinna og hagvöxtur
Stuðla að viðvarandi sjálfbærum hagvexti og arðbærum og mannsæmandi atvinnutækifærum fyrir alla.

Staða þessa markmiðs hér á landi var fyrir Covid í megindráttum sú að framleiðni aukist í sátt við umhverfi og samfélag, þ.e. að aukin verðmætasköpun verði ekki með einhverju móti á kostnað umhverfis, náttúru eða launafólks. Langtímaatvinnuleysi og baráttan gegn því heyrir einnig undir þetta markmið, að efla stuðningsúrræði fyrir fólk með skerta starfsgetu sömuleiðis og að tryggja öllum jöfn tækifæri og jöfn laun fyrir sömu vinnu.

Segja má að nú, í kjölfar Covid, hafi mikilvægi þessa heimsmarkmiðs síst minnkað. Atvinnuleysi hefur sjaldan eða aldrei verið meira og heilu atvinnugreinarnar eru í sárum samfara alþjóðlegum ferðatakmörkunum.

Fjölgun starfa og nýsköpun í atvinnulífinu, er á meðal þess sem leggja verður aukna áherslu á. Þá verður að fylgja því fast eftir að núverandi atvinnuleysi festist ekki að einhverju leyti í sessi. Stéttarfélögin geti lagt hér gjörva hönd á plóg í gegnum virkiúrræði og starfsmenntasjóði.

Sú aðkoma gæti ekki aðeins auðveldað okkur leikinn eftir Covid. Tilhögun mennta- og fræðslumála gegnir einnig lykilhlutverki fyrir aðlögun vinnumarkaðarins að 4. tæknibyltingunni og þeim djúpstæðu breytingum sem eru að eiga sér stað í atvinnulífi í kjölfar hennar. Hér höfum við því verk að vinna.

Hvað önnur undirmarkmið snertir, þá verðum við einnig að halda vöku okkar í umhverfismálum. Þau nýju störf sem verða til, verða að skora betur gagnvart markmiðum Íslanda í kolefnishlutleysi.

Þá höfum við sem fyrr verk að vinna í úrræðum fyrir fólk með skerta starfsgetu. Aðgengi að vinnumarkaði er almennur réttur allra og að sjálfsögðu verður aldrei slegið af kröfunni um jöfn tækifæri og jöfn laun fyrir alla.

Published by helgagudrun

:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: