VR hefur í gegnum ASÍ átt aðild að frábæru starfi samtaka launafólks í umhverfis- og loftslagsmálum. Ein af lykilaðgerðum vinnumarkaðarins í þessum mikilvæga málaflokki snýr að réttlátum umskiptum (just transtition) sem snýr að þeim kostnaði sem umskiptin úr ósjálfbæru í sjálfbært samfélag leiðir óhjákvæmilega af sér.
Ég fann ágæta skilgreingu hjá BSRB sem ég leyfi að fljóta með til hægðarauka.
Þær samfélagsbreytingar sem nú eru að verða vegna loftslagsbreytinga, loftslagsaðgerða, sjálfvirknivæðingar, stafrænna lausna og lýðfræðilegra breytinga munu hafa áhrif á framleiðslu, neyslu og störf til frambúðar. Mikilvægt er að skiptingin af kostnaði, byrðum og ágóða þessara breytinga verði réttlát og að nauðsynlegar aðgerðir og mótvægisaðgerðir verði mótaðar með aðilum vinnumarkaðarins til að tryggja félagslegan stöðugleika og stuðning almennings við nauðsynlegar aðgerðir,
Að mínu mati er ótrúlega mikilvægt að VR leggi, sem stærsta og öflugasta stéttarfélagið, allt það afl sem það getur til þessa ótrúlega mikilvæga málaflokks. Kolefnishlutleysi er risavaxið verkefni sem allir þurfa að leggjast á eitt um að leysa – sem allra fyrst.
Jafnframt get ég heilshugar tekið undir með BSRB að verkalýðshreyfingin þurfi að fá aðkomu að aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Aðgerðir stjórnvalda geta haft áhrif á mismunandi tekjuhópa sem og möguleg þjóðhagsleg áhrif aðgerða.