Atvinnuframboðstrygging

Afleiðingar heimsfaraldursins hefur heldur betur leitt í ljós ýmsa bresti í velferðarkerfinu. Fátt er svo með öllu illt, gæti einhver sagt.

Ekki aðeins eru atvinnuleysisbætur alltof stuttar (staðreynd sem hefur blasið við alltof lengi). Sjálft bótatímabilið sem miðast við 80% af meðallaunum er heldur stutt eða tvö ár. Dragist COVID-ástandið enn frekar á langinn er ljóst að bæði atvinnuleitendur og sveitarfélög verða fyrir verulegu höggi.

Þá má í þessu sambandi spyrja hvort ekki þurfi að auka enn frekar svigrúm til starfs- og endurmenntunar hjá atvinnuleitendum. Slík ráðstöfun gæti jafnframt verið heillavænleg til framtíðar litið og áhrifa fjórðu tæknibyltingarinnar.

Dr. Ólafur Margeirsson rifjaði nýlega upp í athyglisverðri grein á Kjarnanum atvinnuframboðstryggingu sem annan valkost við hefðbundnar atvinnuleysisbætur. Einnig fjallar hann í þessari grein um borgaralaun og ber lauslega þessar tvær ólíku en áhugaverðu leiðir saman.

Atvinnu­fram­boðs­trygg­ing er trygg­ing á fram­boði af störf­um, end­ur­mennt­un­ar­nám­skeiðum og sam­fé­lags- og umhverf­is­verk­efnum þar sem þátt­tak­endur fá borgað laun sem duga til lífs­við­ur­væris fyrir að vinna við­kom­andi störf, sitja við­kom­andi end­ur­mennt­un­ar­nám­skeið eða starfa við við­kom­andi sam­fé­lags- og umhverf­is­verk­efni. Rík­is­sjóður fjár­magnar atvinnu­fram­boðs­trygg­ingu.

Þetta eru áhugaverðar hugmyndir og allrar athygli verðar. Í Danmörku býðst námsmönnum að kaupa sér fyrir lítið verð atvinnutryggingu, sem er í ætt við þetta úrræði. Tryggingar af þessum toga eru því þegar í boði í nágrannalöndunum.

Published by helgagudrun

:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: