Jafnréttið

Það er þetta með jafnréttið. Við höfum ekki fyrr náð áfangasigri á einu sviði fyrr en vonbrigði gera vart við sig á öðru. Fyrir hvert skref sem tekið er, virðist annað tekið aftur á bak – einhvern veginn óhjákvæmilega.

Kynbundni launamunurinn virðist, sem dæmi, ofurseldur þessu skrýtna lögmáli. Hann virðist rokka upp og niður og stundum aðallega upp. Vera kann að þetta sé að einhverju leyti mælitækjunum að kenna. Þau séu bara ekki nákvæmari en þetta.

Hitt er þó miklu líklegra, að kynbundna hlutverkaskipting eigi hér stærstan hlut að máli, þ..e. þau römmu tök sem þúsund ára hefðir hafa haft á vinnumarkaðnum og brotist hafa út í kerfisbundinni gengislækkun á þeim verðmætum sem kvennastörfin er talin skila samfélaginu og lítillækkun á atgervi kvenna í stjórnunarstöðum.

Jafnréttisvottun er vonandi sú lykilaðgerð sem við þurftum til að ná betri tökum á þessum málum. Sem gömul bardagatík í jafnréttismálunum hef ég samt mínar efasemdir; jafnfréttisvottun er til bóta en margt er enn eftir.

Glerþakið, aðgangur kvenna að stjórnunarstöðum, er það mál sem hefur átt hug minn mestan að undanförnu. Ég er sannfærð um að við munum sprengja það ofan af okkur á endanum, en fram að þeim tíma verðum við að gera allt sem hægt er til að valdefla konur í sókn þeirra upp stigann – ungar konur, miðaldrakonur, trans konur, gamlar konur – allar konur.

Published by helgagudrun

:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: