Vísitöluhemlar

Lánsvísitöluréttlæti hefur lengi verið haldið á lofti sem sanngjörnu og eðlilegu. Ekkert sanngjarnt eða eðlilegt er hins vegar við þetta kerfi, sem komið var á til bráðabirgða árið 1979 til að fleyta þjóðarbúinu út úr efnahagslegum ógöngum.

Helsti kosturinn við kerfið er sá, að sama hvaða áföllum við verðum fyrir eða hvaða hagsstjórnarmistökum mistækum ríkisstjórnum verður á, þá „jafnar“ vísitölukerfið þau mistök jafnóðum út í gegnum verðtryggða lánakerfið.

Þetta þýðir á mannamáli að launþegar þessa lands hafa verið að „greiða“ verðbólgu niður með skertum kaupmætti. Þetta er á margan hátt bráðsnjallt og efnhagslega afar skilvirkt kerfi fyrir þjóðarbúið. Og vissulega má segja að íslenska fjármálakerfið standi styrkari fótum en ella í skjóli þess. Á hinn bóginn verður þetta kerfi seint tali réttlátt eða sanngjarnt.

Með vísitöluhemlum er átt við að ríkisstjórn fái tímabundna lagaheimild til að frysta vísitölur við tiltekið hámarksgildi á neyðar- og krepputímum. Vísitöluhemlar ná bæði til verðtryggðra og óverðtryggðra lána heimilanna.

Vísitölufrystingu er ætlað að verja kaupmátt heimilana á erfiðleikatímum og deila verðbólguáhættunni með jafnara móti en venja hefur staðið til á milli lánveitenda og lántaka.

Að sjálfsögðu á þessi neyðaraðgerði einungis við þegar mikið liggur við og hætta er á að miklar og örar gengisbreytingar og óðaverðbólga hafi í för með sér gríðarlegar eignatilfærslur á milli lánveitenda og lántaka, eins og raun varð á í hruninu.

Published by helgagudrun

:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: