Viðukennd lágmarksframfærsluviðmið

Lágmarksframfærsluviðmið segir að laun megi ekki vera lægri en sem nemur þeim kostnaði sem launafólk þarf að lágmarki til að framfleyta sér. Nágrannaþjóðir okkar hafa áratugum saman verið með slík viðmið lögfest. Það hlýtur enda að vera eðlileg krafa að allir geti lifað á launum sínum.

Endalaust karp um lægstu laun og stöðu lágtekjuhópa á ekki að vera fastur liður í kjarasamningum. Þetta er barátta sem launþegahreyfingin á að sameinast um gagnvart stjórnvöldum. Krafan á að vera að allir geti lifað á launum sínum og með þetta fullvaxna vísitölukerfi sem við höfum komið okkur upp, ætti að vera í lófa lagið að reikna út lágmarksframfærslu og þar með lágmarkslaun hér á landi.

Að festa kjaraumræðuna í stöðugu lægstulaunakarpi, eins og venja hefur staðið hér til, er skemmandi fyrir kjarabaráttuna og drepur kröftum hennar á dreif. Ein birtingarmynd þess er, sem dæmi, að lægri millitekjur fá stöðu sem virðist ofarlega í tekjuskalanum, sem hefur svo aftur leitt af sér hlutfallslega of mikla skattlagningu á þessi tekjuþrep.

Tölum um hlutina eins og þeir eru. Mikilvæg skref hafa verið tekin í hækkun lægstu launa, sem er frábær árangur. Þetta er hins vegar umræða sem við eigum að taka út úr hinni almennu kjarabaráttu og leysa með einfaldri lagasetningu um lágmarksframfærsluviðmið.

Hér er um sameiginlegt hagsmunamál allra stéttarfélaga að ræða og baráttumál sem taka á upp við stjórnvöld í formi viðurkennds lágmarksframfærsluviðmiðs.

Published by helgagudrun

:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: