Fjórða iðnbyltingin í þágu launafólks

Verulegar breytingar hafa verið að eiga sér stað í grunnkerfi atvinnu- og efnahagslífsins. Vísað hefur verið til þessarar þróunar sem fjórðu iðnbyltingarinnar, aðallega vegna þess miðlæga hlutverks sem stafræn þróun gervigreindar gegnir.

Reiknað hefur verið út að á næstu 10-15 árum muni 85% starfa hér á landi taka verulegum eða miklum breytingum af þessum sökum. Önnur sviðsmynd sem hefur verið í umræðunni sýnir að störfin sem 30% þeirra sem eru í 3. bekk munu gegna séu enn ekki orðin til.

Hér er að mörgu að gæta. Þessum grunnbreytingum hefur fram að þessu fylgt aukin verðmætasköpun og/eða hagnaður hjá fyrirtækjum, s.s. með fækkun starfsfólks og lækkun framleiðslukostnaðar. Umræða um borgaralaun á sem dæmi upptök sín í þessum aukna hagnaði, en staðreyndin er sú að þessi þróun getur að óbreyttu leitt af sér aukna misskiptingu og minnkandi velferð.

Afar brýnt er að þessi aukna verðmætasköpun skili sér með sanngjörnum hætti niður tekjuskalann og verði til þess að auðga samfélagið í heild sinni og skjóta styrkari stoðum undir velferðarkerfið okkar.

Published by helgagudrun

:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: