COVID-vaktin

Við stöndum frammi fyrir enn einni kreppunni og í þetta sinn ekki „heimatilbúinni“ eins og hrunið var að hluta til, heldur alþjóðlegri kreppu í kjölfar heimsfaraldurs.

Við vitum ekki hvað þessi fordæmalausa staða felur í sér og verðum að vera á tánum næstu misseri og fylgjast vel með þróun mála á vinnumarkaðnum.

Í mínum huga er mikilvægast að sveigjanleiki vinnumarkaðarins verði aukinn enn frekar með auknum tækifærum til endur- eða símenntunar meðfram atvinnuleysisbótum eða með vinnu.

Margt bendir til skynsemis þess, að veita fólki á atvinnuleysisbótum alvöru svigrúm til náms. Ætti menntakerfið ekki jafnframt, að vera í sífelldri aðlögun að nýjum eða breyttum þörfum atvinnulífsins í virku samtali stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins?

Með þessu móti værum við ekki aðeins að bregðast við áskorunum heimsfaraldursins heldur einnig að búa í haginn fyrir breyttar áherslur í menntamálum til framtíðar litið og aukinn sveigjanleika vinnumarkaðarins.

Þá er ekki síður brýnt að vakta náið hvort COVID aðgerðir stjórnvalda skili sér til þeirra sem á þurfa að halda. Óþolandi ef stuðningsaðgerðir skila sér seint eða illa. Þá þarf ekki síður að tryggja að stuðningur sé nægur, svo að fólk standi ekki frammi fyrir því að missa eigur sínar ofan á allt.

Við verðum þess vegna að sæta lagi og endurskoða núverandi bótakerfi með hliðsjón af reynslu síðasta árs. Við þurfum að auka skilvirkni kerfisins og laga það að þeim raunverulegu þörfum sem eru til staðar.

Þrátt fyrir góð hugsun og frábæran ásetning bendir fátt til þess að eins konar nýtt ríkisábyrgðarlánakerfi verði til bóta. Mikill kostnaður fylgir slíku kerfi óhjákvæmanlega í framkvæmd og erfitt er að sjá hvaða raunþörf býr hér að baki. Þá tekur fleiri ár fyrir bótakerfi að slípast til með tilliti til hugsanlegra vankanta.

Núverandi tryggingakerfi atvinnubóta er ekki frábært og engan veginn gallalaust, en við þekkjum kerfið og vitum nokkurn veginn hvernig það virkar. Þess vegna mælir flest með því að við nýtum þá þekkingu og innsýn sem til staðar er, til að bæta það og bygga betur upp, þannig að það gangist okkur sem skyldi þegar áföll kveðja dyra.

Published by helgagudrun

:)

%d bloggers like this: